Can you believe it, it´s the last hat. I´m so glad and maybe a little sad, but mostly glad. It has been such a wonderful journey with ups and downs and crazy sidekicks and ups and downs again. I´ve thought a lot about which of these 52 hats is my most favorite and it is absolutely not possible at all to choose only one. This hat was supposed to be something completely different from what it ended up to  be. My crazy fireworks changed into a beautiful tree. My model is my new crazy knitting friend Ragga (co founder of Knitting Iceland) who 100% shares my crazyness for knitting. It is so much fun to be able to loose your self over everything you make with someone else as passionate as myself. Thanks Ragga for every knitting hour of the year and hopefully they will be many many more in 2010.  To my next project which I am so exited about :S . 52 Jewellery in 52 Weeks where I will make knit or crochet jewellery every week. I have been working on changing my website to a blog with everything at the same place and there I will post the new project each and every week along with updates on where my 52 hats will be throughout the year.  I´m still working on it, putting photos of everything and the right information but I plan on having it ready next thursday when I will publish the first  jewellery. There is a possibility of purchasing some of the jewellery patterns as they go…. I will tell you about that later. Thanks everyone for a wonderful year, thanks for all the good comments and for checking up on me each and every week of the year 2009. Can´t wait to show you my next 52 things….🙂 Happy new year !!!

Ég trúi því varla að ég sé að setja inn síðustu húfuna mína. Það gefur mér svo mikla ánægju, pínu sorglegt en svoooo gleðilegt. Þetta hefur verið svo ótrúlega skemmtilegt og stundum leiðinlegt en oftast þó skemmtilegt. Ég hef oft reynt að velja mér mína uppáhalds húfu en það er gjörsamlega óhugsandi að velja bara eina af öllum þessum frábæru húfum. Þessi húfa átti að endurspegla gamlárskvöld alveg út í gegn með fullt af flugeldum og fallegum sprengjum… en nei… aldrei get ég haldið mig við upphaflegu hugmyndina, eða sjaldan allavega. Sprengjurnar enduðu í þessu fallega tré sem hún Ragga, nýja brjálaða prjónavinkona mín ber svo fallega. Hún er önnur tveggja stofnenda Knitting Iceland sem þið munuð eflaust heyra mikið af næstkomandi ár. Það er svo æðislegt að eiga svona prjónavinkonu sem er líka svona æst yfir öllu sem hún gerir og sem ég geri, það er alltaf hægt að tapa sér yfir nýjum hugmyndum, yndislegu garni, já eða bara frábærlega vel heppnaðri lykkju…🙂. Takk fyrir allt á árinu Ragga mín, megi prjónageðveikis stundirnar verða enn fleiri árið 2010. Hlakka svo mikið til allra ferðanna og æstu uppfinninganna.  En að næsta verkefni…. ta tara tamm. Ég er alveg að missa mig yfir þessu ég er svo spennt yfir því  að fá að gera 52 Skartgripi á 52 Vikum sem ég mun prjóna eða hekla með allskonar útúrdúrum í allar áttir. Aaaaaarrrrrg þetta er svo skemmtilegt. Garnið sem ég mun nota er ekki af verri endanum, frá þeirri yndislegu búð Nálin á Laugaveginum, litirnir og áferðin á garninu sem ég hef fengið er gjörsamlega guðdómleg. Meira af því síðar. Ég pældi mikið í því hvernig ég ætlaði að setja fram nýja verkefnið, hvort ég myndi stofna nýja bloggsíðu eða hvort hún ætti að heita bara það sama. Á endanum ákvað ég að breyta heimasíðunni minni þar sem ég hef alla mína hönnun í bloggsíðu. Þar get ég verið með allar mínar vörur og birt skartgripina 52 á forsíðunni.… alveg frábært. Endilega kíkið á hana en hafið í huga að ég er að vinna að henni og vonast eftir því að hún verði alveg tilbúin næstkomandi fimmtudag þegar ég birti fyrsta skartgripinn🙂. Eruð þið ekki spennt???? Ég er það !!!!! Það er möguleiki á því að hægt verði að nálgast uppskriftir af einhverjum skartgripunum fljótlega eftir að þeir birtast en ég segi ykkur meira frá því síðar. Ég vil enda þessa langloku á því að þakka ykkur öllum fyrir frábært ár, öllu skemmtilegu kommentin og að fylgjast með mér í hverri viku, þið eruð algjörlega frábær. Get ekki beðið eftir því að sýna ykkur næstu 52 hluti…..🙂 Gleðilegt nýtt ár!!!!!