Omg it´s week 50, can you believe it. I can´t. There are only 3 hats left till the next project. I´m beginning to be a bit irritated of making hats, it takes me 4 days to start a new hat. I can´t wait to finish the last hat to be able to start a new 52 project with new exiting 52 things to make. I´m very pleased with this one though, when I asked my husband about it (usually he´s very interested and enthusiastic about everything I do) he just said: hmmm , it´s funny, but he didn´t even smile. I think my family is getting a bit tired of the hat making as well🙂. The colour of this ear piece reminded me on my friend Kristborg and if I remember correctly she used to wear something like this some years ago when we went to school together. She is always so cute, with the coolest hair  and probably my wisest friend (hope it´s spelled the right way). Love you Kristborg and thanks so much. WOw I´m getting corny…🙂

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ja hérna hér, það er komið í viku 50, eruð þið að trúa því. Ég er varla að trúa því, það eru 3 húfur eftir í næsta verkefni, vúhú. Ég er að verða ansi pirruð á húfum og mér er farið að finnast fullt af húfunum bara ljótar…. hahahaha. Hver hefði trúað því? Ég er farin að draga það ansi vel á langinn að byrja á næstu húfu í hverri viku. Ég er nú samt frekar ánægð með þessa þó maðurinn minn hafi ekki verið eins hrifinn. Yfirleitt sínir hann því mikinn áhuga sem ég er að gera en þegar ég spurði hann um þessa húfu, rosa stolt, sagði hann án nokkurra svipbrigða:,, fyndin”. Ég held að fjölskyldan sé líka orðin þreytt á endalausri húfugerð🙂. Bæði liturinn og sú staðreynd að þetta eru eyrnaskjól minnti mig bara á Kristborgu vinkonu mína. Ef ég man rétt notaði hún slíkt tæki þegar við vorum saman í menntó hérna um árið. Að sjálfsögðu pössuðu þau henni fullkomlega, hún er alltaf svo sæt og fín, með flottasta hár í heimi og sennilega minn vitrasti vinur🙂 . Takk elsku besta Kristborg mín.  Ji ég er að verða væmin eftir þetta allt saman.

Annars langar mig að nefna að það verður rosa skemmtilegt jólakúlukvöld þann 17.desember næstkomandi þar sem heklaðar verða jólakúlur í anda húfanna og einnig verður boðið uppá þæfingu:

Knitting Iceland heldur æsispennandi námskeið í jólakúlugerð – hekli og þæfingu – fimmtudaginn 17. desember kl. 19-22. Verð 5500 – garn og glys innifalið. Kennarar eru Ragga E og Edda Lilja (52 húfur á 52 vikum) Hafið samband á ragga@knittingiceland.com til að skrá ykkur. Gleðileg prjól!!