I took up my sketch book for this one and after drawing a lot of fairy princess theme hats I started making hat 48. There was one I drew that was my favorite but I never imagined I could make one even close to what it looked like in the drawing. But hey, my kids believe  I can make everything in the world so I can´t let them down. Let´s just hope they won´t ask me for a spaceship. I was struggling a bit to find a model for this one, I wanted a real life fairy princess. This morning we were felting balls for my sons class x-mas tree and there she was, my real life fairy princess, Inga Rós. I didn´t have to ask her twice she´s such a sweet heart. Thanks so much Inga Rós.

To other things, today is my first day working in my workshop and I love it. The next weeks I will be preparing the show which will open at january 31. and writing my book with all the hats which will hopefully be available in the first half of 2010.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ég ákvað að taka upp skissubókina fyrir þessa húfu og eftir að hafa teiknað upp nokkrara álfaprinsessu húfur byrjaði ég á húfu 48. Ein af þeim sem ég teiknaði fannst mér alveg æðisleg og akkúrat eins og ég vildi hafa húfuna en ég hafði enga trú á því að ég næði að búa hana til. En hey, börnin mín trúa því að ég geti búið til hvað sem er í heiminum og ekki má ég bregðast þeim. Vonum bara að þau biðji mig ekki um geimskip. Ég átti erfitt með að velja módel fyrir þessa yndislegu húfu, ég þurfti á alvöru álfaprinssessu að halda í það verk. Ég fann hana svo í morgun á jólaþæfingu í bekk sonarins, Inga Rós var fullkomin til verksins. Auðvitað samþykkti hún strax brosandi eins og sannri álfaprinsessu sæmir🙂 Takk kærlega Inga Rós mín.

Að öðru, í dag er fyrsti dagurinn minn á vinnustofunni og það er ekkert smá æðislegt. Næstu vikur verð ég að undirbúa sýninguna sem opnar í Norræna húsinu 31.janúar og að skrifa bók um húfurnar mínar sem mun vonandi koma út fyrri part næsta árs. Einnig er ég að skipuleggja nokkur námskeið og meðal annars spennandi námskeið sem verður rétt fyrir jól… Meira um það næst !!!