I started this one with this little bundle of joy in mind. The hat is exactly the way I had imagined and they are absolutely a perfect match, the hat and Þórir Gauti. He is almost 6 months old and he adores his niece and uncle, my daughter and my son. My daughter is the one making him laugh like crazy and when they are around he can´t take his eyes of them. Thanks Þórir Gauti for being the coolest one ever with my hat. You did so goooood. The last hats have been a bit basic, nothing crazy, I´m missing the crazyness so I´m going to try to make the next hat as crazy as I can. Can´t wait to start. Hey and I can´t forget to tell you the good news. My 52 hats will be for display at The Nordic house ,Reykjavik, Iceland  from january 31 to the end of february 2010, I´m so happy. Who knows where they will go from there.🙂🙂

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Þennan hatt gerði ég með þennan gullmola í huga. Hatturinn er nákvæmlega eins og ég var búin að sjá hann fyrir mér og þeir eru gjörsamlega fullkomnir saman, hatturinn og Þórir Gauti. Hann er alveg að verða 6 mánaða og finnst ekkert skemmtilegra en frænka hans og frændi, börnin mín,  sem fá hann til að hlægja frá sér allt vit. Hann hreint út sagt sér ekki sólina fyrir þeim. Takk elsku Þórir Gauti fyrir að vera flottasta módel í heimi með hattinn. Þó stóðst þig svooooo vel. Síðastliðnar húfur hafa verið svona frekar einfaldar, ekkert brjálaðar, ég er satt best að segja farin að sakna brjáluðu margnota húfanna. Þess vegna ætla ég að reyna að hafa næstu húfu eins brjálaða og hægt er og ég get ekki beðið eftir því að byrja….. vonandi stend ég við stóru orðin, hehe. Annars hef ég frábærar fréttir að færa, húfurnar mínar 52 verða settar upp í sýningu í Norræna húsinu sem mun opna þann 31.janúar og standa til febrúarloka 2010. Ég er svo spennt að ég er að springa. Hver veit hvert sýningin flyst svo….🙂🙂