I was just about to give up, 20 minutes before the photoshoot it had 2 eyes and a big ugly nose. The hat was so ugly I couldn´t even look at it. I wanted to cry. I took some scissors and the hat to my coffee break at work and started to cut the uglyness away after a few laughs with my coworkers. It ended up with one horn, ugly as hell. I reached for the scissors again, cut of the horn, not all of it though. Tried with water and soap to felt little bits of what was left of the horn and ….. it looked just fine, not good, but just fine. Then Linda, my model, put it on and finally it was looking good. Sometimes the hats are nothing without they´re models, this one was saved by Linda, my savior, thanks so much Linda. I don´t know what happend but my camera ate some of my photos, I´m not joking. That´s why there are only 2 photos of the hat and both of them almost the same but seen from 2 angles, then there is one photo of the yarn when it was ready for knitting, just for fun.

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ég var við það að játa mig sigraða í dag. 20 mínútum fyrir myndatöku hafði húfan 2 ljót augu og eitt stórt og ljótt nef. Hún var svo svakalega ljót að ég gat varla horft á hana. Mig langaði að fara að gráta. Ég tók með mér skæri í kaffi og reyndi að klippa allt þetta ljóta í burtu, eftir að við höfðum hlegið aðeins af henni fyrst. Eftir kaffitímann var hún með eitt horn, alveg forljót. Ég náði í skærin aftur og reyndi að klippa hornið þannig að það yrði fallegt en endaði með því að klippa það bara nánast allt af. Náði mér í vatn og sápu til að þæfa saman endana svo skrautið myndi nú ekki detta af. Loksins gat ég horft á húfuna án þess að gráta. Þegar Linda, módel vikunnar, setti hana upp leit hún bara nokkuð vel út. Stundum eru húfurnar ekkert án módelsins og í þetta skiptið var húfunni bjargað af módelinu. Takk kærlega fyrir það Linda mín. Ég veit ekki hvað gerðist svo en myndavélin mín virðist hafa étið meirihlutann af myndunum sem ég tók af húfunni. Ákvað að setja með í staðin til gamans mynd af garninu þegar ég var búin að spinna það.