I have started a new project for the year 2010…. 52 Jewelry in 52 Weeks.. click the image

Ég hef byrjað nýtt verkefni fyrir árið 2010… 52 Skartgripir á 52 Vikum… smellið á myndina

Can you believe it, it´s the last hat. I´m so glad and maybe a little sad, but mostly glad. It has been such a wonderful journey with ups and downs and crazy sidekicks and ups and downs again. I´ve thought a lot about which of these 52 hats is my most favorite and it is absolutely not possible at all to choose only one. This hat was supposed to be something completely different from what it ended up to  be. My crazy fireworks changed into a beautiful tree. My model is my new crazy knitting friend Ragga (co founder of Knitting Iceland) who 100% shares my crazyness for knitting. It is so much fun to be able to loose your self over everything you make with someone else as passionate as myself. Thanks Ragga for every knitting hour of the year and hopefully they will be many many more in 2010.  To my next project which I am so exited about :S . 52 Jewellery in 52 Weeks where I will make knit or crochet jewellery every week. I have been working on changing my website to a blog with everything at the same place and there I will post the new project each and every week along with updates on where my 52 hats will be throughout the year.  I´m still working on it, putting photos of everything and the right information but I plan on having it ready next thursday when I will publish the first  jewellery. There is a possibility of purchasing some of the jewellery patterns as they go…. I will tell you about that later. Thanks everyone for a wonderful year, thanks for all the good comments and for checking up on me each and every week of the year 2009. Can´t wait to show you my next 52 things….🙂 Happy new year !!!

Ég trúi því varla að ég sé að setja inn síðustu húfuna mína. Það gefur mér svo mikla ánægju, pínu sorglegt en svoooo gleðilegt. Þetta hefur verið svo ótrúlega skemmtilegt og stundum leiðinlegt en oftast þó skemmtilegt. Ég hef oft reynt að velja mér mína uppáhalds húfu en það er gjörsamlega óhugsandi að velja bara eina af öllum þessum frábæru húfum. Þessi húfa átti að endurspegla gamlárskvöld alveg út í gegn með fullt af flugeldum og fallegum sprengjum… en nei… aldrei get ég haldið mig við upphaflegu hugmyndina, eða sjaldan allavega. Sprengjurnar enduðu í þessu fallega tré sem hún Ragga, nýja brjálaða prjónavinkona mín ber svo fallega. Hún er önnur tveggja stofnenda Knitting Iceland sem þið munuð eflaust heyra mikið af næstkomandi ár. Það er svo æðislegt að eiga svona prjónavinkonu sem er líka svona æst yfir öllu sem hún gerir og sem ég geri, það er alltaf hægt að tapa sér yfir nýjum hugmyndum, yndislegu garni, já eða bara frábærlega vel heppnaðri lykkju…🙂. Takk fyrir allt á árinu Ragga mín, megi prjónageðveikis stundirnar verða enn fleiri árið 2010. Hlakka svo mikið til allra ferðanna og æstu uppfinninganna.  En að næsta verkefni…. ta tara tamm. Ég er alveg að missa mig yfir þessu ég er svo spennt yfir því  að fá að gera 52 Skartgripi á 52 Vikum sem ég mun prjóna eða hekla með allskonar útúrdúrum í allar áttir. Aaaaaarrrrrg þetta er svo skemmtilegt. Garnið sem ég mun nota er ekki af verri endanum, frá þeirri yndislegu búð Nálin á Laugaveginum, litirnir og áferðin á garninu sem ég hef fengið er gjörsamlega guðdómleg. Meira af því síðar. Ég pældi mikið í því hvernig ég ætlaði að setja fram nýja verkefnið, hvort ég myndi stofna nýja bloggsíðu eða hvort hún ætti að heita bara það sama. Á endanum ákvað ég að breyta heimasíðunni minni þar sem ég hef alla mína hönnun í bloggsíðu. Þar get ég verið með allar mínar vörur og birt skartgripina 52 á forsíðunni.… alveg frábært. Endilega kíkið á hana en hafið í huga að ég er að vinna að henni og vonast eftir því að hún verði alveg tilbúin næstkomandi fimmtudag þegar ég birti fyrsta skartgripinn🙂. Eruð þið ekki spennt???? Ég er það !!!!! Það er möguleiki á því að hægt verði að nálgast uppskriftir af einhverjum skartgripunum fljótlega eftir að þeir birtast en ég segi ykkur meira frá því síðar. Ég vil enda þessa langloku á því að þakka ykkur öllum fyrir frábært ár, öllu skemmtilegu kommentin og að fylgjast með mér í hverri viku, þið eruð algjörlega frábær. Get ekki beðið eftir því að sýna ykkur næstu 52 hluti…..🙂 Gleðilegt nýtt ár!!!!!

Merry Christmas everyone. Here is my version of santas hat and now there is only one hat to go. I will tell you all about next years project next week it is so exiting. My model this week is a 7 weeks old baby girl who hasn´t been given a name yet. Sister of models for hats nr. 12 and 26, such cool sisters. She did so good, every time I turned up with the camera she gave me a little smile. Just like a little princess with this beautiful Christmas hat. Thank you so much little girl, you are adorable. Can´t wait to start the last hat and to prepare the show that will open January 31 in Norræna Húsið, Reykjavik. Again Merry Christmas to you all.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Þá eru komin jól og í tilefni þess er húfa vikunnar mín útgáfa af jólasveinahúfu. Módelið mitt þessa vikuna er lítil 7 vikna gömul stúlka sem er enn ekki komin með nafn…. stúlka Guðmundsdóttir, systir módelanna fyrir húfur 12 og 26, frábærar systur. Hún stóð sig með prýði í myndatökunni eins og sjá má, algjör engill. Takk elsku prinsessan mín, þú ert algjört æði. Segi ykkur svo allt um verkefni næsta árs í næstu viku, get ekki beðið eftir því að byrja á nýju verkefni. Annars fer janúar mánuður í það að undirbúa sýninguna á húfunum 52 sem mun opna í Norræna húsinu þann 31.janúar samhliða því að skrifa bók um húfurnar mínar :)… frekar spennandi mánuður. Gleðileg jól allir … sjáumst um áramótin…

I can´t help but smiling every time I look at this hat, it´s so cute. With these tiny, little angel wings. I had decided on the model before I started and it was so much fun making it especially for this little, cute, angel.  He wasn´t that happy with me though, he didn´t like that hat as much as I did. I managed to take a few photos of him with his mother though, it´s always best to be in the warm gentle mother arms. Thank you so much Frímann, you are just adorable and so much fun to watch with his endless facial expressions. I chose the typical christmas colors for next hat which will be published december 24. Omg and then I have only 1 hat left….. :o), I can´t believe it. To other things, you can now buy some of my designs in Polar bear gift store at Laugavegur 38  if you are on your way to Iceland🙂.  A few brooches and necklaces with more to come in the next months.

Ég get ekki annað en brosað þegar ég horfi á þessa húfu, hún er svo sæt. Með þessa litlu sætu vængi sem gætu alveg eins verið lítil púka eyru.. hehe. Módelið var ég búin að velja áður en ég byrjaði á húfunni, það er svo skemmtilegt að gera húfu á einhvern sérstakan þ.e.a.s ef maður þekkir hann. Hann var reyndar ekki eins hrifinn af húfunni og ég. Mér tókst þó að smella nokkrum fínum myndum af honum með húfuna í fangi móður sinnar. Þar er alltaf best að vera. Takk kærlega kæri Frímann, þú ert lang flottastur. Ég valdi fallega jólaliti fyrir næstu húfu þar sem hún mun koma fram í sviðsljósið á aðfangadag… vúhú, og þá er bara ein húfa eftir , ji minn eini. En að öðru, vörurnar mínar eru nú til sölu í Ísbirninum á Laugavegi 38. Til að byrja með verða nælur og hálsmen en úrvalið á eftir að aukast þar næstu mánuði. Aldrei að vita nema nokkrar húfur slæðist þar inn.

Omg it´s week 50, can you believe it. I can´t. There are only 3 hats left till the next project. I´m beginning to be a bit irritated of making hats, it takes me 4 days to start a new hat. I can´t wait to finish the last hat to be able to start a new 52 project with new exiting 52 things to make. I´m very pleased with this one though, when I asked my husband about it (usually he´s very interested and enthusiastic about everything I do) he just said: hmmm , it´s funny, but he didn´t even smile. I think my family is getting a bit tired of the hat making as well🙂. The colour of this ear piece reminded me on my friend Kristborg and if I remember correctly she used to wear something like this some years ago when we went to school together. She is always so cute, with the coolest hair  and probably my wisest friend (hope it´s spelled the right way). Love you Kristborg and thanks so much. WOw I´m getting corny…🙂

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ja hérna hér, það er komið í viku 50, eruð þið að trúa því. Ég er varla að trúa því, það eru 3 húfur eftir í næsta verkefni, vúhú. Ég er að verða ansi pirruð á húfum og mér er farið að finnast fullt af húfunum bara ljótar…. hahahaha. Hver hefði trúað því? Ég er farin að draga það ansi vel á langinn að byrja á næstu húfu í hverri viku. Ég er nú samt frekar ánægð með þessa þó maðurinn minn hafi ekki verið eins hrifinn. Yfirleitt sínir hann því mikinn áhuga sem ég er að gera en þegar ég spurði hann um þessa húfu, rosa stolt, sagði hann án nokkurra svipbrigða:,, fyndin”. Ég held að fjölskyldan sé líka orðin þreytt á endalausri húfugerð🙂. Bæði liturinn og sú staðreynd að þetta eru eyrnaskjól minnti mig bara á Kristborgu vinkonu mína. Ef ég man rétt notaði hún slíkt tæki þegar við vorum saman í menntó hérna um árið. Að sjálfsögðu pössuðu þau henni fullkomlega, hún er alltaf svo sæt og fín, með flottasta hár í heimi og sennilega minn vitrasti vinur🙂 . Takk elsku besta Kristborg mín.  Ji ég er að verða væmin eftir þetta allt saman.

Annars langar mig að nefna að það verður rosa skemmtilegt jólakúlukvöld þann 17.desember næstkomandi þar sem heklaðar verða jólakúlur í anda húfanna og einnig verður boðið uppá þæfingu:

Knitting Iceland heldur æsispennandi námskeið í jólakúlugerð – hekli og þæfingu – fimmtudaginn 17. desember kl. 19-22. Verð 5500 – garn og glys innifalið. Kennarar eru Ragga E og Edda Lilja (52 húfur á 52 vikum) Hafið samband á ragga@knittingiceland.com til að skrá ykkur. Gleðileg prjól!!

I took up my sketch book for this one and after drawing a lot of fairy princess theme hats I started making hat 48. There was one I drew that was my favorite but I never imagined I could make one even close to what it looked like in the drawing. But hey, my kids believe  I can make everything in the world so I can´t let them down. Let´s just hope they won´t ask me for a spaceship. I was struggling a bit to find a model for this one, I wanted a real life fairy princess. This morning we were felting balls for my sons class x-mas tree and there she was, my real life fairy princess, Inga Rós. I didn´t have to ask her twice she´s such a sweet heart. Thanks so much Inga Rós.

To other things, today is my first day working in my workshop and I love it. The next weeks I will be preparing the show which will open at january 31. and writing my book with all the hats which will hopefully be available in the first half of 2010.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ég ákvað að taka upp skissubókina fyrir þessa húfu og eftir að hafa teiknað upp nokkrara álfaprinsessu húfur byrjaði ég á húfu 48. Ein af þeim sem ég teiknaði fannst mér alveg æðisleg og akkúrat eins og ég vildi hafa húfuna en ég hafði enga trú á því að ég næði að búa hana til. En hey, börnin mín trúa því að ég geti búið til hvað sem er í heiminum og ekki má ég bregðast þeim. Vonum bara að þau biðji mig ekki um geimskip. Ég átti erfitt með að velja módel fyrir þessa yndislegu húfu, ég þurfti á alvöru álfaprinssessu að halda í það verk. Ég fann hana svo í morgun á jólaþæfingu í bekk sonarins, Inga Rós var fullkomin til verksins. Auðvitað samþykkti hún strax brosandi eins og sannri álfaprinsessu sæmir🙂 Takk kærlega Inga Rós mín.

Að öðru, í dag er fyrsti dagurinn minn á vinnustofunni og það er ekkert smá æðislegt. Næstu vikur verð ég að undirbúa sýninguna sem opnar í Norræna húsinu 31.janúar og að skrifa bók um húfurnar mínar sem mun vonandi koma út fyrri part næsta árs. Einnig er ég að skipuleggja nokkur námskeið og meðal annars spennandi námskeið sem verður rétt fyrir jól… Meira um það næst !!!

I started this one with this little bundle of joy in mind. The hat is exactly the way I had imagined and they are absolutely a perfect match, the hat and Þórir Gauti. He is almost 6 months old and he adores his niece and uncle, my daughter and my son. My daughter is the one making him laugh like crazy and when they are around he can´t take his eyes of them. Thanks Þórir Gauti for being the coolest one ever with my hat. You did so goooood. The last hats have been a bit basic, nothing crazy, I´m missing the crazyness so I´m going to try to make the next hat as crazy as I can. Can´t wait to start. Hey and I can´t forget to tell you the good news. My 52 hats will be for display at The Nordic house ,Reykjavik, Iceland  from january 31 to the end of february 2010, I´m so happy. Who knows where they will go from there.🙂🙂

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Þennan hatt gerði ég með þennan gullmola í huga. Hatturinn er nákvæmlega eins og ég var búin að sjá hann fyrir mér og þeir eru gjörsamlega fullkomnir saman, hatturinn og Þórir Gauti. Hann er alveg að verða 6 mánaða og finnst ekkert skemmtilegra en frænka hans og frændi, börnin mín,  sem fá hann til að hlægja frá sér allt vit. Hann hreint út sagt sér ekki sólina fyrir þeim. Takk elsku Þórir Gauti fyrir að vera flottasta módel í heimi með hattinn. Þó stóðst þig svooooo vel. Síðastliðnar húfur hafa verið svona frekar einfaldar, ekkert brjálaðar, ég er satt best að segja farin að sakna brjáluðu margnota húfanna. Þess vegna ætla ég að reyna að hafa næstu húfu eins brjálaða og hægt er og ég get ekki beðið eftir því að byrja….. vonandi stend ég við stóru orðin, hehe. Annars hef ég frábærar fréttir að færa, húfurnar mínar 52 verða settar upp í sýningu í Norræna húsinu sem mun opna þann 31.janúar og standa til febrúarloka 2010. Ég er svo spennt að ég er að springa. Hver veit hvert sýningin flyst svo….🙂🙂

I knew from the beginning what I was doing with this one. And maybe for the first time it ended up just the way it was supposed to. I think this is called mosaik knitting and it is so much fun. When you start you can´t put the needles away. You have to keep on going to see how it ends up. I know, I can see the results very quickly but it´s like the more you knit the cooler it gets. I´ve been wanting to do a double hat like this for weeks and finally I did it. I don´t know about you but in my opinion this hat calls for a teenager so I visited the loveliest teenager I know, my niece Aníta Brá. I think the last time she was modeling for me it was for a sewn dress for a 4 year old🙂. Suddenly she is taller than me and it took me a while to realize I could use her as an adult model. Thanks my dear sweet  Aníta, your´e the best.  I know exactly what my next hat will look like….. can´t wait to see it…

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ég vissi alveg frá byrjun hvað ég ætlaði að gera þessa vikuna. Kannski í fyrsta skipti lítur húfan út eins og ég lagði upp með í byrjun. Aðferðin sem ég notaði kallast mosaík prjón og það er æðislega skemmtilegt. Ef þú byrjar er hrikalega erfitt að leggja frá sér prjónana af spenningi. Okey ég veit að ég get séð hvernig þetta lítur út frekar fljótlega en þetta verður bara alltaf flottara og flottara eftir því sem þú prjónar meira. Mig hefur langað til að prjóna svona tvöfalda húfu lengi, loksins lét ég verða af því og það er svooooo kúl. Ég veit ekki með ykkur en að mínu mati kallar þessi húfa á unglinga… Þess vegna ákvað ég að heimsækja ,,litlu” sætu frænku mína sem er ekkert svo lítil lengur,,, Hún var módel hjá mér síðast sennilega um fjögurra ára þegar ég var að sauma litla sæta fleecekjóla á litlar sætar stelpur eins og hana. Takk fyrir elsku Aníta mín, þú ert alltaf æði.  Ég veit alveg nákvæmlega hvernig næsta húfa á að líta út,,, hlakka til að sjá hana….

Multi functional yeaahhhh…. This one was supposed to be something completely different from what it is. It´s not really my type of a hat but I absolutely love it. This pink lace thing is not something I would consider wearing but it´s so much fun to make and it is so beautiful. In the photo´s I have it 2 ways but I actually thought of the third way on my way back home from my models house. I could turn it upside down and put the band through the lace at the bottom. I wish I would have thought of it earlier. My model Indiana was so much fun, she and her sister. They have met me maybe 3 or 4 times before the last several years but it was like I was theyr´e best friend, so nice. Thanks Indiana for the photo shoot and thanks to you and your sister for being so much fun.

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Fjölnota, ÓóóJÁ. Það er alltaf svo gaman að búa til svona fjölnota húfur. Ég byrjaði samt með eitthvað allt annað í huga. Þessi húfa átti að verða allt öðruvísi en hún er. Þetta er ekki alveg húfa sem ég myndi vilja bera sjálf, bleik blúnda er ekki alveg minn tebolli en hún er alveg æðisleg. Ég elska hana. Myndirnar sína hana á 2 vegu en mér datt í hug eitt notagildi í viðbót á leiðinni heim frá myndatökunni. Það væri hægt að snúa toppnum niður og þræða reimina í botninn, vildi að mér hefði dottið það í hug fyrr. Prufa það bara seinna. Myndatakan var ekkert smá skemmtileg, Indiana og systir hennar tóku mér opnum örmum. Ég hef hitt þær nokkrum sinnum áður, ekki oft, síðastliðin ár en það var eins og við værum bestu vinkonur til margra ára. Takk kærlega fyrir pósurnar Indiana og takk systur fyrir að vera svona svakalega skemmtilegar.

I was just about to give up, 20 minutes before the photoshoot it had 2 eyes and a big ugly nose. The hat was so ugly I couldn´t even look at it. I wanted to cry. I took some scissors and the hat to my coffee break at work and started to cut the uglyness away after a few laughs with my coworkers. It ended up with one horn, ugly as hell. I reached for the scissors again, cut of the horn, not all of it though. Tried with water and soap to felt little bits of what was left of the horn and ….. it looked just fine, not good, but just fine. Then Linda, my model, put it on and finally it was looking good. Sometimes the hats are nothing without they´re models, this one was saved by Linda, my savior, thanks so much Linda. I don´t know what happend but my camera ate some of my photos, I´m not joking. That´s why there are only 2 photos of the hat and both of them almost the same but seen from 2 angles, then there is one photo of the yarn when it was ready for knitting, just for fun.

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ég var við það að játa mig sigraða í dag. 20 mínútum fyrir myndatöku hafði húfan 2 ljót augu og eitt stórt og ljótt nef. Hún var svo svakalega ljót að ég gat varla horft á hana. Mig langaði að fara að gráta. Ég tók með mér skæri í kaffi og reyndi að klippa allt þetta ljóta í burtu, eftir að við höfðum hlegið aðeins af henni fyrst. Eftir kaffitímann var hún með eitt horn, alveg forljót. Ég náði í skærin aftur og reyndi að klippa hornið þannig að það yrði fallegt en endaði með því að klippa það bara nánast allt af. Náði mér í vatn og sápu til að þæfa saman endana svo skrautið myndi nú ekki detta af. Loksins gat ég horft á húfuna án þess að gráta. Þegar Linda, módel vikunnar, setti hana upp leit hún bara nokkuð vel út. Stundum eru húfurnar ekkert án módelsins og í þetta skiptið var húfunni bjargað af módelinu. Takk kærlega fyrir það Linda mín. Ég veit ekki hvað gerðist svo en myndavélin mín virðist hafa étið meirihlutann af myndunum sem ég tók af húfunni. Ákvað að setja með í staðin til gamans mynd af garninu þegar ég var búin að spinna það.